NETÖRYGGISKEPPNI ÍSLENSKRA UNGMENNA

Um þjálfarateymið

Hlutverk þjálfarateymisins
Hlutverk þjálfarateymisins er að standa að undirbúningi landskeppninnar sem fer fram á UT-messunni í Hörpu 7.-8. febrúar 2020. Þjálfarar munu þannig sjá um að hanna verkefnin sem verða lögð fyrir keppendur á landskeppninni og velja úr hópi þátttakenda í íslenska landsliðið sem mun halda utan til keppnis í evrópukeppninni í netöryggi í Vínarborg síðla árs 2020. Þeir sem verða valdir í landsliðið munu svo æfa undir handleiðslu teymisins. 

 

 

Bjarki Ágúst Guðmundsson 

Bjarki hefur sterkan tæknilegan bakgrunn í tölvunarfræði enda byrjaði hann á unga aldri að þróa vefi. Hann hefur lokið grunnnámi í stærðfræði og er með meistaragráðu í tölvunarfræði. Bjarki á að baki stuttan akademískan feril sem skilaði sér m.a. í nokkrum ritrýndum fræðigreinum og erindum á alþjóðlegum ráðstefnum á sviðum tölvunarfræði og stærðfræði. Í rúman áratug hefur eitt af helstu áhugamálum Bjarka verið að taka þátt í forritunarkeppnum. Hann hefur tekið þátt í ófáum alþjóðlegum æfingabúðum og keppnum með glæsilegum árangri. Meðal þeirra helstu er keppnin Google Code Jam þar sem hann endaði meðal 150 hæstu af samtals sextíu þúsund keppendum. Bjarki er afar reyndur hakkari. Hann er þekktur fyrir ódrepandi þrautseigju þegar kemur að því að leysa verkefni og hversu einbeittur hann er í að ná endamarkmiðinu. 

 

Hjalti Magnússon

Hjalti er með B.Sc. gráðu í stærðfræði og meistaragráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hjalti hefur bæði reynslu af hugbúnaðarþróun og kennslu þar sem hann starfaði áður sem aðjúnkt hjá Háskólanum í Reykjavík. Í starfi sínu sem kennari lagði hann megin áherslu á að kenna nemendum sínum færni í að leysa ýmis vandamál. Í dag starfar Hjalti hjá Syndis en hafði, áður en hann hóf störf þar, unnið sem forritari hjá tveimur hugbúnaðarfyrirtækjum.

 

Heiðar Karl Ragnarsson
Heiðar er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann er hluti af teymi Adversary sem hefur þróað kennslugrunn sem er ætlað að þjálfa forritara í að tileinka sér áhættumiðað hugarfar þegar kemur að almennri forritun og því sem snýr að öryggi við hönnun kerfa. Undanfarin ár hefur Heiðar tekið virkan þátt í ýmsu starfi sem snýr að netöryggi. Meðal annars má nefna ýmsar netöryggiskeppnir sem hann hefur bæði tekið þátt í sem keppandi og skipuleggjandi.

 


Skráning

Forkeppni íslenskra ungmenna í netöryggi

Forkeppnin hefst 1. nóvember 2019 og stendur yfir í tvær vikur eða til loka dags 15. nóvember. Hægt verður að skrá sig til 13. nóvember. Niðurstöður forkeppninnnar verða svo kynntar stuttu síðar og gefinn upp nöfn þeirra sem komast í landskeppnina og hafa einnig staðfest þátttöku.