Spurt og svarað

Það er landskeppni í netöryggi sem verður haldin á UTmessunni í Hörpu í febrúar árið 2020.

Til þess að eiga möguleika á að taka þátt í landskeppninni er nauðsynlegt að hafa skráð sig í forkeppnina. Dómarar forkeppninnar munu velja keppendur úr forkeppninni og bjóða nokkrum þeirra að taka þátt í landskeppninni.

Dómnefnd mun síðan velja tíu þátttakendur úr landskeppninni í lið sem mun halda utan til þess að taka þátt í evrópskri netöryggiskeppni í október árið 2020 fyrir hönd Íslands.

Til þess að eiga möguleika á að taka þátt í landskeppninni sem fer fram í febrúar árið 2020, er nauðsynlegt að hafa  skráð sig í forkeppnina.

Búið er að loka fyrir skráningar í forkeppnina.

Keppnin er miðuð við íslensk ungmenni.

Til þess að taka þátt í forkeppninni þarf að uppfylla eftirfarandi:

  • Vera á aldrinum 14-25 ára (fædd árin 1995-2006).
  • Vera með íslenskan ríkisborgararétt eða koma frá landi innan EES/ESB en hafa búsetu á Íslandi

Þú ferð á lista yfir skráða þátttakendur. Öllum skráðum þátttakendum verða sendar upplýsingar um forkeppnina tímanlega. Með því að taka þátt í forkeppninni átt þú möguleika á að verða valin/nn til þess að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UTmessunni í febrúar 2020.

  • Forkeppnin hefst 1. nóvember 2019 og stendur yfir í tvær vikur eða til loka dags 15. nóvember. Hægt verður að skrá sig til 13. nóvember. Niðurstöður forkeppninnar verða svo kynntar stuttu síðar og nöfn þeirra sem komast í landskeppnina gefin upp (ath. skilyrði er að þeir sem komast í landskeppnina hafi staðfest þátttöku). 
  • Landskeppnin fer fram 7.-8. febrúar 2020 á UT-messunni í Hörpu
  • Evrópska netöryggiskeppnin fer fram síðla árs 2020 í Vínarborg. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þær liggja fyrir.
Þau verkefni sem leysa þarf í forkeppninni eru búin til og hönnuð af íslenska fyrirtækinu Adversary
 
Kerfið er hannað til að þjálfa einstaklinga upp í aðferðum tölvuþrjóta og hjálpa þeim að skilja hvernig á að koma í veg fyrir að árásir skili árangri.
Fyrir forkeppnina eru verkefnin almenn en í lokakeppninni munu verkefnin verða fjölbreyttari og meira krefjandi. Líta má á forkeppnina sem ágætis æfingu svo skilja megi betur það hugarfar sem nauðsynlegt er að hafa.

Þegar forkeppni hefst fá þeir sem hafa skráð sig aðgang að kerfinu í tölvupósti þar sem lögð eru fyrir nokkur verkefni.

Það er æskilegt að allir sem taki þátt sæki sér þekkingu á þeim sviðum sem keppnin mun fjalla um. Þetta er allt frá veikleikum í vefkerfum yfir í dulkóðun og má lesa meira um það í skjalinu hér að neðan sem gefið er út af ECSC.

ECSC2018-skillset.pdf 

Liðið sem valið verður eftir landskeppnina á UT-messunni verður landslið Íslands í netöryggi undir merkjum Níunnar. Níu vísar til skammstöfunar á nafni keppninnar á Íslandi, Netöryggisikeppni íslenskra ungmenna.

Landsliðið mun taka þátt í evrópsku keppninni og mun þar ytra bera nafnið Antisec. Ástæðan fyrir því að Antisec sem nafn á liðið varð fyrir valinu er tengingin við tölvu- og netöryggi sem er afar ófullnægjandi. Og reyndar er staðreyndin sú að ekkert er fullkomlega öruggt þegar kemur að málefnum stafræns heims. Önnur erlend lið hafa valið samskonar nöfn sem tengjast menningu öryggisbransans. Dæmi um þetta er lið Írlands sem ber nafnið Zerodays

Æfingar fyrir evrópukeppnina munu fara fram allt þar til farið er í til Vínarborgar í október 2020 þar sem keppnin mun fara fram.


Skráning

Forkeppni íslenskra ungmenna í netöryggi

Forkeppnin hefst 1. nóvember 2019 og stendur yfir í tvær vikur eða til loka dags 15. nóvember. Hægt verður að skrá sig til 13. nóvember. Niðurstöður forkeppninnnar verða svo kynntar stuttu síðar og gefinn upp nöfn þeirra sem komast í landskeppnina og hafa einnig staðfest þátttöku.