NETÖRYGGISKEPPNI ÍSLENSKRA UNGMENNA
Myndir frá Landskeppni Níunnar 2020
Landskeppni NÍUnnar 2020 fór fram á UTmessunni í Hörpu, 7. – 8. febrúar.
24 ungmenni kepptu og eftir tveggja daga æsispennandi baráttu vann Níels Ingi Jónasson í eldri flokki (21-25 ára) en Kristinn Vikar Jónsson varð hlutskarpastur í yngri flokki (14-20 ára). Verðlaunaafhending fór fram í Eldborgarsal Hörpu, 8. febrúar þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra veitti verðlaun Níunnar fyrir bestu hakkara Íslands.
Ljósmyndir: Laufey Rut Guðmundsdóttir