Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna sem einnig gengur undir heitinu NÍAn, er keppni sem hefur það markmið að leita að ungu fólki sem hefur áhuga á netöryggismálum og hvetja það til að vinna við þau í framtíðinni. Í keppninni leysa þátttakendur ýmis verkefni sem snúa að netöryggi, svo sem að framkvæma skarpskyggnipróf og árásir á netþjóna svo fátt eitt sé nefnt. Keppendur sem ná bestum árangri í Landskeppni NÍUnnar eiga möguleika á að komast í landslið Íslands í netöryggi. Nánar um keppnina.
Landskeppnin fór fram á UTmessunni í Hörpu, helgina 7. – 8. febrúar 2020. Verðlaunaafhending fyrir fyrstu þrjú sæti í hvorum aldursflokki fór fram við hátíðlega athöfn í Eldborg þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitti verðlaun.
Nú vinna þjálfarar að því að meta hverjir komast í landslið Íslands í netöryggi en sá hópur tekur þátt fyrir Íslands hönd í evrópsku netöryggiskeppninni sem fer fram síðla árs 2020.
ATH! Vegna Covid19 hefur keppninni sem fara átti fram í Vínarborg 2020 verið aflýst. Stefnt verður á að keppnin fari fram í september 2021 í Prag í Tékklandi með óbreyttu sniði. Nánari upplýsingar má finna á vef keppninnar.